Loading

NEITAR AÐ BORGA FYRIR HREINSUNINA

Hin 22 ára Jenny Larkin fékk hríðir á dögunum og hringdi í leigubíl til að flytja sig og barnsföður upp á sjúkrahús – svona eins og maður gerir. Ekki vildi þó betur til en svo að barnið fæddist í bílnum og þegar á sjúkrahúsið var komið sagði leigubílstjórinn að hann ætlaðist til að parið borgaði fyrir hreinsunina á bílnum.

Tveimur dögum síðar mætti hann heim til parsins með reikning upp á rúmar sjö þúsund krónur fyrir hreinsunina á bílnum. Ekki nóg með það heldur hafði hann þurft að leggja bílnum í tvo daga meðan hann var þrifinn þar sem bíllinn var eðlilega í nokkuð skrautlegu ástandi.

Jenny brást hins vegar hin versta við og harðneitar að borga fyrir hreinsunina á bílnum þar sem hún heldur því fram að þau hafi tilkynnt leigubílstjóranum að bílferðin væri vegna yfirvofandi fæðingar og því hefði leigubílstjórinn átt að gera sér grein fyrir áhættunni. Er málið komið í hnút og ekki séð fyrir endan á því að svo stöddu.

Hvað finnst ykkur – ætti Jenny að borga eða hefði leigubíllinn átt að segja nei vegna áhættunnar – og hvaða skilaboð væri þá verið að senda – og væri það löglegt???

Nánar má lesa um málið HÉR.

X