Loading

NÖFN, DRAUMAR OG HEIMFERÐAFÖTIN…

Núna eru 5 vikur í settan dag og ég er orðin spenntari og spenntari. Auðvitað fylgir stress en ég er nú samt aðalega bara spennt og það að fá prinsinn í fangið er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.
Mig dreymdi um daginn að ég missti vatnið og þar sem litli kallinn var ekki búinn að skorða sig þá og ég ekki búin að ganga frá öllu heima þá fór allur draumurinn í að ganga frá heima og taka til heimferðatöskuna á höndunum á meðan ég beið eftir sjúkrabílnum. Var bókstaflega að standa á höndum allan drauminn haha… Vaknaði og fór beint í það að taka til í heimferðatöskuna, og þá kom upp vandamál, hvaða föt á litli kallinn að fara heim í?

Ég á óteljandi vinkonur sem eiga sæta stráka þannig að ég er með föt fyrir minn fyrir næstu 3 árin og það gerði það ekkert auðveldara að velja heimferðafötin ! svo get ég nú ekki trúað því að hann verði svona stór, þótt að ég hafi verið 19 merkur sjálf … ehh …
Endaði nú á að velja sætasta minnsta gallan og hlakka til að sjá hvort að kallinn verði of lítill eða of stór fyrir fötin.
Á meðan ég ligg hérna og skrifa er litli á billjón og er greinilega spenntur yfir að mamma sín sé að tjá sig! Greinilega strax orðinn aðdáandi mömmu sinnar.
Svo er næsta mærðaskoðunin eftir nokkra daga og ég vona að litli sé búinn að skorða sig svo að draumarnir um að missa vatnið verði minna scary !

Þangað til næst,
kveðja frá mér og litla spriklara hérna úr Hafnarfirðinum. ☺

– – –
Ég heiti Ásrún, er 25 ára gömul og kem úr Hafnarfirðinum.
Ég á von á litlum prins í mars og er á lokasprettinum að gera allt ready fyrir litla mann. Ég veit í rauninni mjög lítið hvað ég er að gera en maður vonar að þetta komi bara.
Ég elska að taka ljósmyndir, mála myndir og hlusta á góða tónlist. Vona að mín reynsla á þessari merkilegu lífsreynslu hjálpi einhverjum í sömu sporum.

X