Loading

NOTAÐI EKKI STAÐGÖNGUMÓÐUR

Orðrómur um að Beyonce Knowles og Jay-Z hafi notað staðgöngumóður fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina í fyrra eftir að Beyonce birtist í áströlskum sjónvarpsþætti þar sem bumban virtist eitthvað skrítin. Hafa þau alla tíð neitað orðróminum og nú hefur Beyonce tjáð sig í fyrsta skipti um málið.

„Þetta var það kjánalegur orðrómur að hann var ekki einu sinni særandi,” sagði hún í viðtali við Pelople tímaritið en hún var kjörin fegursta kona heims af tímaritinu á dögunum.

Það sama segir hún um orðróm þess efnis að öryggisgæslan á sjúkrahúsinu þar sem að dóttir þeirra, Blue Ivy, fæddist hafi verið svo mikil að hún hafði haft slæm áhrif á sjúkrahúsið og aðra sjúklinga þess. Þetta segir hún fáránlegan orðróm sem eigi ekki við nein rök að styðjast.

X