Loading

Ný rannsókn sýnir að mæður fá minni svefn en feður

Nýleg rannsókn sem gerð var við Georgia Southern háskólann staðfestir með óyggandi hætti

Úrtakið var 5.805 manns undir 45 ára og voru þátttakendur spurðir út í svefnmunstur sín. Sjö til níu tímar voru taldir nægur svefn en sex tímar og minna taldist ófullnægjandi svefn. 48% mæðra söguðst fá nægan svefn á meðan 62% þeirra kvenna sem áttu ekki börn sögðust fá nægan svefn.

Jafnframt kom fram að líkur konu sem eignast barn á því að fá nægan svefn minnkar um 50% með hverju barni sem hún eignast.

Í heildina finnst okkur þetta við fyrstu sýn frekar einkennilegar niðurstöður og ekki tekið tillit til aldurs barna eða hversu langs tímabils er vísað til. En við erum heldur ekki búin að lesa rannsóknina í heild sinni en þeir sem hafa áhuga á því að lesa nánar um rannsóknina geta gert það HÉR.

X