Loading

NÝ TÆKNI EYKUR LÍKUR Á ÞUNGUN

England – Nýleg rannsókn við háskólann í Newcastle sýnir að ný tækni við glasafrjógvun eykur líkurnar á þungun umtalsvert, svo mikið reyndar að þær eru nú 45%. Um er að ræða nýja tækni við smásjárfrjógvun sem byggir á því að eggið og sæðið eru höfð í umhverfi sem líkir sem mest eftir náttúrulegu umhverfi frumanna og minnkar því líkurnar á að þær verði fyrri skaða.

Smásjárfrjógvun fer þannig fram að sæðisfrumu er komið fyrir inn í eggfrumu en hefðbundin glasafrjógvun fer þannig fram að egg og sæði sjá sjálf um frjógvunina.

Aðstandendur rannsóknarinnar, sem stóð yfir í þrjú ár, segja að líkurnar á þungun hafi aukist um 27% með tilkomu nýju tækninnar sem verður að teljast gríðarlega góðar fréttir.

Nánar má lesa um niðurstöðu rannsóknarinnar HÉR.

Heimild: Fox News

X