Loading

NÝ TEGUND AF MÖMMULEIKFIMI: BURÐAPOKAFIMI

Þetta er nýtt… höldum við! Um er að ræða æfingabúnað sem jafnframt er burðarpoki fyrir barnið. Markmiðið með búnaðinum og kerfinu er að gera nýbökuðum mæðrum kleift að stunda æfingar með afkvæminu og tryggja um leið mikilvæga samverustund móður og barns.

Konan sem á heiðurinn að þessari snilld heitir Nikolinka Krstanoska-Blazeska og býr í Sidney í Ástralíu. Hún er móðir og einkaþjálfari og langaði að sameina þetta tvennt í æfingakerfi. Hugsunin er að konan nái að styrkja sig – ekki einungis að brenna fitu eins og svo oft er lögð áhersla á í kjölfar barnsburðar. Áherslan er lögð á innri vöðva líkamans – svokallaða kjarnavöðva sem sjá um að halda okkur saman og í ágætis ásigkomulagi.

Hægt er að panta burðarpokann og með honum fylgir æfingabæklingur. Auk þess eru námskeið í vændum – en væntanlega bara í Ástralíu til að byrja með.

Hægt er að skoða heimasíðu Smiling Sling HÉR.

X