Loading

NÝBURAMYNDIR AF 13 ÁRA BARNI

Þessar myndir hafa heldur betur slegið í gegn en á þeim sést hinn þretttán ára gamli Latrell Higgins stilla sér upp eftir kúnstarinnar reglum. Forsaga málsins er sú að Latrell og systir hans voru ættleidd af ljósmyndaranum Kelli Higgins og eiginmanni hennar þegar þau voru tíu og fimm ára gömul en jafnframt eiga hjónin sex önnur börn sem þau eignuðust sjálf.

Einhverju sinni segir yngri systir Latrells við hann að það sé leiðinlegt að það skuli ekki vera til neinar ungbarnamyndir af þeim – sérstaklega svona hefðbundnar bjútímyndir sem að ljósmyndarar taka og notaðar eru í fæðingartilkynningum. Fer Latrell að grínast með að þau ættu þá endilega að drífa í slíkri myndatöku þar sem hann yngdist nú ekki. Var brandarinn tekinn alla leið, myndirnar teknar við mikil hlátrasköll og á kortinu sem búið var til stóð: Hér má sjá minn yndislega – ekki svo nýfædda – Latrell. Hann vegur rúm 50 kíló.

Síðan þá hefur brandarinn flogið um heiminn og gert stormandi lukku…

Fallegt!

X