Loading

Nýburar geta sýnt merki kvíða og þunglyndis

Niðurstöður rannsóknar sem birtist á dögunum í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, sýna að merki um kvíða og þunglyndi megi finna í mjög ungum börnum, allt niður í nýfædd. Rannsóknin sýnir jafnframt að við fæðingu sýni þau ákveðin tengimunstur í heilanum sem gefi sterkar vísbendingar um hvort barnið muni sýna einkenni geðsjúkkdóma um tveggja ára aldurinn.

Einn af aðstandendum rannsóknarinnar, Dr. Cynthia Rogers, segir í viðtali við The Huffington Post að „heilinn í sumum börnum þroskist á ákveðinn hátt sem auki líkur á geðsjúkdómum á síðari skeiðum ævinnar.” Hún bætti síðar við að þessir þættir hefðu ekki úrslitavald um hvort geðsjúkdómur þróaðist heldur væru aðrir þættir á borð við umhverfisþætti og reynslu sem breyti líkunum á þessari þróun.

Þetta eru engu að síður áhugaverðar niðurstöður, sérstaklega í ljósti þess að börn frá unga aldri geta upplifað þunglyndi, kvíða og andlega vanlíðan og að hægt sé að sjá merki þess snemma sem voandi gerir læknum og foreldrum kleift að grípa til aðgerða fyrr en ella.

Við erum þó ekki sérfræðingar á heilbrigðissviði og skiljum rannsóknina eftir HÉR þannig að áhugasamir geti lesið sig í gegnum niðurstöðurnar.

X