Loading

NÝBURAR GETA ÞJÁÐST AF SYKURFRÁHVARFI

Nýleg bresk rannsókn hefur leitt í ljós að börn mæðra sem neyta of mikils sykurs á meðgöngu þjást af fráhvarfi eftir fæðingu og sum hver þurfa að fá sykur í æð til komast yfir versta hjallann.

Sérfræðingar hafa lengi varað konur við hættunni sem fylgir meðgöngusykursýki sem og óhóflegri þyngdaraukningu á meðgöngu. Geti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu bæði móður og barns.
Nærri helmingur breskra kvenna í barneign er of þungur og yfir 15% verðandi mæðra teljast eiga við offituvandamál að stríða samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat.

Í rannsókninni sem framkvæmd var af RoyalCollege of Obstetricians and Gynaecologists kemur fram að fái barn mikið magn sykurs í móðurkvið þá framleiði það mikið insúlín til að brjóta hann niður. Eftir fæðingu fær það ekki lengur sama sykurmagn en insúlínframleiðalsan heldur áfram. Því þurfi oft að gefa þessum börnum sykurvökva í æð til að sykurbúskapurinn í líkamanum haldist eðlilegur.

Nánar má lesa um rannsóknina HÉR.

X