Loading

FANN NÝFÆTT BARN Í RUSLAPOKA

Lögreglan í Texasfylki í Bandaríkjunum hefur staðfest að nýfætt barn hafi fundist í ruslapoka bak við tré á þriðjudagskvöldið. Það var kona á gangi með hunda sem fann barnið og hafði samstundis samband við lögregluna. Hafði einn hunda hennar sýnt óvenjulegan áhuga á Wal-Mart poka og þegar betur var að gáð reyndist lítið barn í honum.

Naflastrengurinn var enn fastur á og hvort sem þið trúið því eða ekki þá var litla barnið enn á lífi. Barnið er lítil stúlka sem dvelst nú á sjúkrahúsi þar sem hún er sögð braggast vel. Ekkert er vitað um foreldra hennar en lögreglan rannsakar nú málið.

X