Loading

Nýjasta trendið fyrir hjólandi foreldra

Hjartað hætti formlega að slá í nokkrar sekúndur þegar þetta undur bar fyrst fyrir augu. Hrein fullkomnun hönnunarlega séð og svo urrandi praktískt að orð fá því ekki líst.

Þessa snilld má festa við flest hjól og eins og sést í myndbandinu er auðvelt að stjórna hjólinu þrátt fyrir hliðarvagninn. Hönnunin minnir helst á gamaldags hliðarvagn á mótorhjóli og þetta lítur úr fyrir að vera merkilega þægilegt. Hægt er að koma tveimur börnum fyrir í vagninum og meira að segja hægt að loka honum. Til að toppa snilldina er hægt að kippa hjólunum undan og breyta vagninum í sleða.

Þetta er kárlega nýjasta trendið í hjólreiðaheiminum og við búumst fastlega við að sjá svona snilld á götum Reykjavíkur í sumar.

Heimasíðu Scandinavian Side Bike er hægt að nálgast HÉR.

sledi

X