Loading

NÝR BUGABOO Í SAMSTARFI VIÐ VIKTOR & ROLF

Nú geta allir sannir Bugaboo aðdáendur tekið gleði sína því að það er komin ný Bugaboo týpa sem hönnuð var af meistaratvíeykinu Viktor & Rolf. Vagninn hefur fengið heitið My First Car – eða Fyrsti bíllinn enda segja þeir Viktor & Rolf að það sé ekki eitt plaststykki að finna í vagninum og að hann sé svo vandaður að það sé hreinasta unun. Segjast þeir ánægðir með útkomuna en það hafi vissulega verið áskorun að hanna annað eins tímamótastykki.

Verðmiðinn er upp á tæpa tvö þúsund dollara þannig að þetta er ekki allra. En flottur er hann…

Heimasíðu Bugaboo er hægt að nálgast HÉR.

X