Loading

ÓÐUR TIL KVENLÍKAMANS

Birth Markings eða Slitför er 19 mínútna löng heimildarmynd um hvernig meðganga og fæðing breyta líkama okkar. Myndin fókuserar á dýnamíkina og söguna að baki breytinganna sem verða á líkömum kvenna við meðgöngu og fæðingu og fær okkur til að endurhugsa hefðbundnar staðalímyndir. Í henni tala konur um magann á sér af gleði og þakklæti og útskýra af hverju þær elska slitförin sem að segir sögu þeirra og merkir þær sem mæður.

Myndin er margverðlaunuð og meðal umsagna sem hún hefur fengið er að hún sé ótrúlega falleg og mikilvæg… og að skilningur okkar á slitförum og líkamanum eftir fæðingu sé hluti af fæðingarfræðslu allri. Myndin býður upp á leið að skilningi og þakklæti og opnar augu áhorfandans fyrir fegurð og tignarleika kvenlíkamans.

X