Loading

Óður til mömmumagans

Eftir að tvær manneskjur höfðu óskað henni til hamingju með óléttuna í sömu vikunni ákvað þríburamóðirin Desiree Fontin að leggjast undir feld. Málið var að Fontin var alls ekki ólétt, bara með þennan dæmigerða mömmumaga. Hún velti því fyrir sér hvaða skoðun samfélagið hefði almennt á slitnum maga, af hverju hann virtist litinn hornauga og af hverju hún upplifði skömm.

Hún tók þá ákvörðun að stíga fyrsta skrefið til að breyta þessu og byrjaði á sjálfri sér:

Sem mæður verðum við að læra að meta hvað líkamar okkar hafa gengið í gegnum til þess að fæða nýtt líf inn í heiminn. Ég elska líkama minn og er stolt af öllu því sem hann hefur gengið í gegnum; hvort sem það var ófrjósemi, meðganga, fæðing og eftir fæðinguna. Ég er örugg í eigin skinni og geri mitt besta til að elska líkama minn því hann hefur gengið í gegnum ansi erfiða hluti undanfarin ár.

Hún heldur áfram:

Ég elska örin mín og fjársjóðina sem mér hafa verið gefnir. Ég er svo ótrúlega stolt af líkamanum mínum og ég vona að myndirnar efli ást annarra kvenna á eigin líkömum.

X