Loading

ÓFRÍSK AF 13 BÖRNUM

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar í ljós kom að áttburamamman gekk með áttbura. Nú getur heimsbyggðin formlega fengið áfall því að staðfestar (?) heimildir herma að kona í Írak gangi með þrettán börn.

Konan, sem að ekki er nanfgreind, á fyrir ein sjö afkvæmi og er komin á fimmtugsaldurinn.

Eiginmaður hennar, bóndinn Fadhil Al Azawi frá Salahuddin, segir að læknar hafi staðfest þungunina og sónarmyndir sýni svo að ekki verði um villst að eiginkonan gangi með þrettán börn þrátt fyrir að hafa ekki verið ófrísk í yfir fimm ár.

Fadhil gekk að eiga aðra konu árið 2012 þar sem fyrri konunni gekk illa að eignast fleiri börn en nú eru sannarlega breyttir tímar og segist hann bæði spenntur og áhyggjufullur.

„Ég er mjög ánægður með þungun eiginkonu minnar en á sama tíma hef ég áhyggjur af því hvernig ég á að hugsa um þessa himnasendingu,” sagði hann og bætti við að hann hefði orðið mjög hissa og hann væri mjög spenntur fyrir því að verða eini faðir heims sem hefur eignast svo mörg börn í einu.

Haft er eftir Dr Mikdam Al Jabouri, sérfræðingi við Takreet spítalann í Írak að rannsóknir og myndir sýni að konan sé í raun ófrísk af þrettán börnum.

„Það lítur þó út fyrir að fjögur séu þegar látin þar sem enginn hjartsláttur sést en hin virðast í góðu standi,” sagði Dr Mikdam og bætti við að móðirin væri við góða heilsu en búast mætti við að fleiri fóstur létu lífið og að þetta væri ein óvenjulegasta þungun sem sögur færu af og að þau börn sem myndu fæðast yrðu mjög smágerð og viðkvæm.

Heimild: Emirates 24/7

X