Loading

ÓFRÍSK KONA HANDTEKIN – ÚT AF SAMLOKU

Sá leiðinlegi atburður átti sér stað á dögunum að kona nokkur í Bandaríkjunum var handtekin fyrir þjófnað á samloku. Atburðarrásin var þannig að konan, Nicole Leszczynski sem komin er 30 vikur á leið, var stödd í Safeway verslun ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára dóttur. Höfðu þau lokið við að versla í matinn og settust niður til að borða samloku sem þau höfðu einnig gripið með. Í ljós kom að þeim hafði láðst að greiða fyrir samlokuna og var því hringt á lögregluna og þau handtekin á staðnum og dóttir þeirra sett í umsjá barnayfirvalda.
Hjónunum var sleppt úr fangelsi eftir að hafa reitt fram tryggingu. Dóttur sína fengu þau þó ekki til baka fyrr en 18 tímum síðar. Hafa þau verið kærð fyrir þjófnað. Hjónin eru skiljanlega allt annað en sátt við þessa meðferð enda bendir Nicole á að hún hefði varla sest niður í versluninni til að borða samloku sem hún hefði rétt nýlokið við að stela.
Málið hefur vakið mikla athygli um heim allann en réttarhöld verða í málinu þann 28. nóvember n.k.

X