Loading

Og nú megið þið formlega flippa út…

Við höfum séð margt en þetta er splunkunýtt. Og guðdómlegt! Og ég veit ekki hvað. Hér gefur að líta ungkettlingamyndir eftir ljósmyndarann Jessicu M. Thomas. Thomas sérhæfir sig reyndar í ungBARNAmyndum en hefur endrum og eins tekið gæludýramyndir fyrir eigendur. Þetta var þó í fyrsta skipti sem hún tók svona myndir og óhætt er að segja að þær hafi slegið í gegn.
Hvort þetta verði nýjasta æðið hjá gæludýraeigendum skal ósagt látið en þetta hefur fengið hjörtu kattarunnanda og allra þeirra sem almennt elska mjúk og krúttleg dýr til að slá hraðar.

Hægt er að nálgast Facebook-síðu Thomas hér.

X