Loading

Óléttuhúmor í hæsta gæðaflokki

Allar þekkjum við þetta… og nú hefur norska listakonan Line Severinsen gert okkur þann mikla heiður að færa þetta tímabil í teiknaðan búning – með sérlegri áherslu á óheppilegri hliðar meðgöngunnar.

Severinsen byrjaði að deila teikningum sínum á Instagram. Þær urðu brátt mjög vinsælar og nú er loksins að koma út bókin I´m so pregnant sem fjallar að sögn hennar um allar hliðar meðgöngunnar.

Myndirnar eru æði og eiginlega ætti þessi bók að vera skyldueign allra óléttra kvenna sem endrum og eins finna fyrir bugun.

Hægt er að kaupa bókina á Amazon.

Og Instagram síðu Line má nálgast HÉR.

X