Loading

Óléttutilkynning ársins!

Það er fátt skemmtilegra en vel heppnuð óléttutilkynning og þegar foreldrar leggja virkilega mikið á sig til að tilkynna alheiminum (og aðallega sínu nánasta fólki) að von sé á heillri nýrri manneksju í fjölskylduna. Ef spáð er í það þá eru fáar fréttir merkilegri og því ekkert skrítið að fólk fari stundum á hliðina við að deila fréttunum.

Þegar Zack og Naomi Russell komust að því að von var á fjórða barninu ákváðu þau að taka þetta alla leið og útbúa eina flottustu óléttutilkynningu ársins. Zack hefur mikla ást á Star Wars og því kom ekkert annað til greina heldur en orðaleikur af bestu gerð.

milky way
X