Loading

Óléttutilkynning í formi útburðartilkynningar

Það eru til ýmsar leiðir til að tilkynna að von sé á barni og sjálfsagt er algengast að birta sónarmynd á Facebook. Svínvirkar og skapar alltaf skemmtilega stemningu.

Svo eru það flippararnir sem gera eitthvað sniðugt og það verður eiginlega að segjast eins og er að þessi mamma fær vinninginn. Hún birti þessa bráðfyndnu mynd á Instagram en á henni má sjá 14 mánaða dóttur hennar allt annað en sátta.

Móðirin heitir Summer Rayne og að hennar sögn var grátur dótturinnar ekki tengdur fréttunum heldur hafði pabbi hennar tekið af henni pizzusneið. En fyndið er það.

Á miðanum stendur:

Útburðartilkynning
Vinsamlegast athugið að staða þín sem „einkabarn” rennur út eftir 18 vikur. Ætlast er til að þú hafir yfirgefið þetta rúm þar sem það mun hýsa nýjan leigjanda. Nýr leigjandi er væntanlegur 18 júní 2017.

Kveðja,
stjórnin (eða mamma og pabbi)

X