Loading

Önnur dóttir fædd – Zuckerberg birtir opið bréf á Facebook

Mark Zuckerberg og Priscilla Chan tilkynntu í gær um fæðingu dóttur sem þau hafa nefnt August. Af því tilefni birtu þau opið bréf til hennar á Facebook líkt og þau gerðu með eldri dóttur sína, Max, sem nú er eins árs gömul.

Í bréfinu segir meðal annars.
„Þegar systir þín fæddist skrifuðum við bréf um þann heim sem við vonuðumst til að hún og nú þú mynduð alast upp í. Heim með betri menntun, færri sjúkdómum, sterkari samfélögum og meira jafnrétti. Við töluðum um að með öllum tækni- og vísindaframförum undanfarinna ára ætti ykkar kynslóð kost á enn betra lífi en við og það væri á okkar að sjá til þess að það yrði að veruleika. Þótt að fyrirsagnir fjölmiðla fjalli oftast um það sem aflaga hefur farið trúum við því staðfastlega að hið góða muni sigra. Við erum bjartsýn fyrir hönd ykkar kynslóðar og framtíðarinnar.”

Þau sögðust jafnframt vona að August litla myndi fá tækifæri til að njóta æsku sinnar meðan hún væri ung. „Æskan er undraverð og þú færð bara að vera barn einu sinni þannig að ekki eyða henni í áhyggjur af framtíðinni. Við skulum sjá um það og við munum jafnframt gera allt sem í okkar valdi stendur til að heimurinn verði betri staður fyrir þig og þína kynslóð.”

X