Loading

ÖNNUR STÚLKA FREMUR SJÁLFSVÍG EFTIR HÓPNAUÐGUN

Annað tilfelli hefur verið gert opinbert þar sem að ung stúlka fremur sjálfsvíg í kjölfar hópnauðgunar.

Hin fimmtán ára gamla Audrie Pott var í partý síðasta haust ásamt 8-10 öðrum félögum. Mikið var drukkið og lognaðist Audrie fljótlega útaf. Þrír drengir nauðguðu henni og tóku myndir af því. Málið þykir minna mjög á Stubenville-nauðgunina þar sem tveir drengir voru dæmdir fyrir að nauðga meðvitundarlausri skólasystur sinni og dreyfa myndunum. Voru þeir sakfelldir fyrir nauðgun í mars.

Í tilfelli Audrie ákvað hún að segja engum frá því sem gerst hafði, allra síst foreldrum sínum, en eftir að myndum af nauðguninni var dreift á netinu – meðal annars á Facebook lét hún þau orð falla að líf sitt væri búið. Í kjölfarið hengdi hún sig, átta dögum eftir árásina.

Foreldrar Audrie tóku ákvörðun um að birta nafn hennar opinberlega og berjast nú fyrir löggjöf í nafni dóttur sinnar sem að tekur á net-einelti. Jafnframt hyggjast þau höfða mál á hendur að minnsta kosti tíu manns út af nauðguninni.

Drengirnir sem grunaðir eru um naugðunina voru allir handteknir í dag. Lögreglan verst allra frétta.

Nánar má lesa um málið HÉR.

Spyrja má af hverju við erum að birta þessa frétt hér – en svarið er einfalt. Þetta eru börn. Börn að nauðga og börn sem verða fyrir svo skelfilegu ofbeldi – af hálfu ofbeldismannanna og samfélagsins að þau fremja sjálfsvíg. Það er okkar foreldranna að sjá til þess að þetta nauðgunarvædda samfélag sem við búum í breytist. Það er okkar að útskýra fyrir börnunum okkar muninn á réttu og röngu og það er okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þetta endurtaki sig aldrei aftur…

p.s. myndin er af Audrie Pott.

X