Loading

ORÐLAUS AF IKEA-GLEÐI

Það verður að játast að hjartað tók aukakipp þegar þessi dásemd blasti við. Þessi kommóða er klárlega það flottasta sem komið hefur frá IKEA lengi. Þetta er semsagt kommóða eins og myndin sýnir glögglega… og sú sem þetta ritar skorar hérmeð á IKEA að vera með keppni (kannski bara í samstarfi við okkur) um hver getur málað kommóðuna í fallegustu litapallettunni. Pant með í þeirri keppni!

Ekki er þó öruggt að hillan komi hingað til lands en við verðum bara að bíða og vona… og að sögn heimildarmanna okkar á Apartment Therapy er von á dýrðinni í verslanir í Evrópu í maí.

Heimild: Apartment Therapy

X