Loading

ORÐLAUS YFIR VIÐBRÖGÐUNUM

Kæru lesendur! Þegar ég skrifaði minn fyrsta pistil „Stjúpforeldrar,réttindi eða réttindarleysi“ þá átti ég aldrei von á þessum gífurlegu viðbrögðum. Ég settist niður og skrifaði um það sem mig langaði til að vekja athygli á, en í rauninni hugsaði aldrei svo langt að 472 orð fengju svona mikla umfjöllun og athygli svo margra.

En það segir mér líka að umræðan er þörf. Ég get ekki annað en verið stolt af því að hafa átt þátt í því að hrinda þessari umfjöllun af stað, því þetta hefur svo sannarlega verið mitt hjartansmál. Ég vil þakka þá góðu og málefnalegu umfjöllun sem pistillinn hefur fengið og áhugann fólksins á skrifum mínum og þessum málefnum. Ég get ekki verið annað en klökk, þakklát og glöð. Þetta er góð hvatning fyrir mig og ég hlakka til að halda áfram hér og vona að það falli í jafngóðan jarðveg!

X