Loading

ORGASMIC BIRTH – SÝND Á MÁNUDAGINN

Mánudaginn 7. nóvember ætlar Björkin – miðstöð fyrir verðandi foreldra og foreldra nýfæddra barna – að sýna heimildarmyndina Orgasmic Birth. Myndin þykir stórkostleg en í henni er sjö fjölskyldum fylgt í gegnum fæðingu. Myndin er frábær fæðingarundirbúningur fyrir verðandi foreldra og áhugaverð mynd fyrir alla sem hafa áhuga á fæðingum.
Eftir sýningu myndarinnar verða umræður fyrir þá sem hafa áhuga.
Sýningin hefst kl. 20.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á bjorkin@bjorkin.is. Þátttökugjald er 1000 kr. Takmarkaður fjöldi.

X