Loading

ORSAKAST EINHVERFA AF OF MÖRGUM HEILAFRUMUM?

Niðurstöður rannsóknar á vegum háskólans í Kaliforníu (University of California San Diego Autism Center of Excellence) hafa birt niðurstöður rannsóknar þar sem fram kemur að börn með einhverfu séu með allt að 67% fleiri heilafrumur í framennisblaði heilans.
Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Journal of the American Medical Association en þeim stjórnaði Dr. Eric Courchensne. Samkvæmt niðurstöðunum var fjöldi heilafruma skoðaður í framennisblaðinu en talið hefur verið að sá hluti heilans vaxi of hratt og sé of stór í börnum með einhverju.

Þetta er hluti heilans sem er mikilvægur fyrir félags- og tilfinningaþroska, sem og samskiptahæfileika einstaklinga,

segir Courchesne en það var teymi á hans vegum sem árið 2003 var fyrst til að benda á hraðari höfuðvöxt barna með einhverfu.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar sem og viðtal við Dr. Courchesne HÉR.

X