Loading

ÓSKAÐ EFTIR REYNSLUSÖGUM OG MYNDEFNI

BókiN oKKar er fallegt verk um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sem Salka forlag gefur út í vor. Ásamt Andreu starfa að bókinni ljósmæðurnar Hafdís Rúnarsdóttir og Ragnheiður H. Reynisdóttir, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og Unnur Magna listakona. Verkið er á lokastigi en þá er enn með gleði tekið við reynslusögum eða upplifunum um ferlið allt. Sérstaklega er óskað eftir stuttum sögum, hnyttnum, léttum og skemmtilegum sem spanna allt ferlið. Andrea segir að Bókina vanti myndefni í fæðingarkaflann og bendir á að Aldís sé sérstaklega fær og fagmannleg í sínu starfi og muni myndirnar því vera eftir því. Við hvetjum sem flesta til að senda ábendingar á andreaeyland@gmail.com eða tengjast BóKinni oKKar á Facebook.

X