Loading

ÓTRÚLEG BJÖRGUN FJÖGURRA ÁRA STÚLKU

Fjögurra ára stúlku í borginni Yulin í Kína var bjargað upp úr 17 metra djúpri holu sem hún hafði dottið ofan í. Holan var ekki nema 30 sentimetrar í þvermál og því ekki vinnandi vegur fyrir björgunarmenn að komast niður og ná í hana. Þeir létu því slöngu með súrefni niður til hennar til að hún kafnaði ekki og lokst var reipi látið síga niður sem stúlkan varð að halda sér í. Móðir hennar grátbað hana á meðan um að halda sér fast.

Mikil gleði og geðshræring greip um sig þegar stúlkan komst heilu og höldnu upp úr holunni enda ótrúlegt björgunarafrek svo að ekki sé meira sagt.

X