Loading

ÓTRÚLEGA FALLEGT ÖRYGGISHLIÐ

Öryggisbúnaður er kannski síst þekkur fyrir að vera fallegur en endrum og eins dettur einhverjum snillingnum í hug hvernig má sameina þessi tvö orð: öryggi og heimilisprýði svo að sómi sé að.

Hér er búið að skerma af stiga sem að eigendunum þótti full hættulegt fyrir blessuð börnin. Ekki er laust við smá skandinavískan fílíng í þessu og hægt er að hafa spíturnar bæði viðarlitaðar sem og málaðar í einhverjum fallegum lit. Hugmyndin er skotheld og virkar í senn sem falleg viðbót við heimilið – svo að ekki sé minnst á öryggið – sem er það mikilvægasta!

Heimild: Apartment Therapy

X