Loading

ÓTRÚLEGAR MYNDIR ÚR MÓÐURKVIÐI

Sænski ljósmyndarinn Lennart Nilson hefur á löngum ferli sínum náð ótrúlegum myndum af einu merkilegasta undri heims: getnaði og meðgöngu. Myndirnar hans skipta þúsundum en hér er farið yfir meðgönguna í myndum – allt frá því að sigursæðið nær inn í eggið og allt þar til litla mannveran er tilbúin að koma í heiminn.

Myndirnar mörkuðu mikil tímamót í ljósmyndasögunni enda höfðu viðlíka myndir aldrei áður sést. Nilson lést í janúar á þessu ári, 95 ára gamall en verk hans lifa um ókomna tíð. Honum hefur verið líkt við Carl Linnaeus og Leonardo da Vici. Hann er álitinn einn áhrifamesti ljósmyndari allra tíma en sjálfur var hann afburða hógvær og sagðist bara hafa verið ljósmyndari sem var heillaður af mannskepnunni.

X