Loading

PARTÝMÖMMUR SEM DJAMMA MEÐ DÆTRUM SÍNUM

Enn og ný dregur til tíðinda á sjónvarpsmarkaðinum vestanhafs og í þetta skipti nær viðfangsefnið nýjum hæðum í smekklegheitum.
Bandaríska sjónvarpsstöðin VH1 mun á nýársdag frumsýna fyrsta þátt Mama Drama sem fjallar um mæður sem eiga í erfiðleikum með að sætta sig við hækkandi aldur sinn og klæðast þess í stað fötum af dætrum sínum og djamma með þeim með öllu tilheyrandi.
Búast má við hressilegri dramatík í þáttunum og áhugaverðum árekstrum með tilheyrandi tilvistarkreppum, slagsmálum og drykkjuskap.
Búist er við að þættirnir verði gríðarlega vinsælir eins og flest annað raunveruleikaefni sem að VH1 sjónvarpsstöðin framleiðir.

X