Loading

Páskaeggjaratleikur fyrir börnin

Það hefur verið hefð á okkar heimli fyrir því að hafa ratleik fyrir börnin á páskadagsmorgun sem leiðir þau að eggjunum sínum.

Þetta höfum við gert alveg frá því elsta stelpan okkar var 2 ára. Framan af voru þetta einfaldar myndir sem við fundum netinu og földum á einföldum stöðum. Eftir því sem börnin eldast hefur vísbendingunum fjölgað og þeim komið fyrir á erfiðari stöðum.

Fyrir tveimur árum síðan fannst okkur þetta orðið heldur auðvelt fyrir tvö elstu börnin og ákvað maðurinn minn því að breyta aðeins til. Hann skellti saman á augabragði vísbendingum sem eru í raun gátur, við mikla gleði barnanna. Þau leystu þetta sameiningu, brutu heilann og leituðu saman.


Þessar verða notaðar aftur í ár, bara síðustu vísbendingunni breytt og falið á mun erfiðari stöðum.


Elsta stelpan okkar tekur alltaf að sér að búa til ratleikinn fyrir þessa 5 ára á heimilinu og dundar sér við að teikna og lita vísbendingarnar.

Langaði að deila þessu með ykkur hinum svo þið gætuð nýtt ykkur svona ef þið eigið eftir að græja eitthvað fyrir páskaegggja leitina í ár. Hér má finna gáturnar.

Gleðilega páska

– – –

Ég heiti Íris Pétursdóttir, er gift æskuástinni minni og saman eigum við 4 yndisleg börn á aldrinum 1-12 ára, tvær stelpur og tvo stráka ásamt því að eiga einn hund líka.

Ég er menntaður ljósmyndari og hef starfað við það sl. 7 ár, rek ljósmyndastofu og meðal helstu verkefna eru ungbarna, barna og fjölskyldumyndatökur. Áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni bæði innan lands og utan, ljósmyndun, förðun, allskyns föndur og dútl. Ég hef einnig mjög mikinn áhuga á næringu og matargerð og held úti vefsíðunni www.infantia.is þar sem finna má ýmsan fróðleik ásamt uppskriftum af gómsætum og hollum barnamat ofl.

– – –

Langar þig að verða bloggari? Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora(hjá)foreldrahandbokin.is

X