Loading

Pink hélt systra veislu

Við höfum alltaf verið frekar hrifin af söngkonunni Pink og jafnvel enn meira núna eftir að við komumst að því að í stað þess að halda hefðbundna veislu fyrir nýfæddan son sinn, Jameson Moon, þá skellti hún í veislu fyrir dóttur sína, Willow, til að fanga þeim merka áfanga að hún væri orðin stóra systir.

Margir foreldrar lenda í mikilli krísu þegar barn númer tvö mætir á svæðið þar sem frumburðurinn á oft mjög erfitt. Ég man að í mínu tilfelli vandaði ég mig svo mikið við að vanrækja ekki tveggja ára frumburðinn að nýfædda eintakið fékk oft litla athygli. Margir hafa vanið sig á að mæta einnig með gjafir handa eldri systkynum sem er ótrúlega fallegt og þakklátt – og svo er hægt að halda veislu eins og Pink gerði.

Lumar þú á sniðugri hugmynd að aðlögun eldra systkynis? Deildu endilega með okkur.

Congrats Big Sis! #bigsisterparty

A photo posted by P!NK (@pink) on

Willows doll baby has a pregnancy pillow too

A photo posted by P!NK (@pink) on

X