Loading

POPPAÐU BARNAHERBERGIÐ UPP!

Hægt er að umbreyta óspennandi barnaherbergi á einni kvöldstund með hjálp málningardollu og rúllu. Eins og meðfylgjandi myndi sýna er hægt að gera kraftaverk með rétta litnum. Minna mál er að mála en margur heldur og það eina sem þú þarft er:

-rúlla
-málning
-málningarlímband
-pensill

Ef að veggurinn er lítill er hægt að mála með lítilli rúllu og þá er jafnvel hægt að spara sér penslakaupin þar sem rúllurnar komast hvert sem er. Notaðu bara disk eða eitthvað því um líkt fyrir málninguna og þvoðu bara vel á eftir. Samtals ætti verkið að taka 2-3 klukkustundir og flestar málningartegundir eru þannig að hægt er að mála seinni umferðina skömmu síðar.

Mundu bara að velja umhverfisvæna málning – eða eiturefnalausa – því þetta fer í barnaherbergið.

Við fengum Hönnu Stínu – innanhúsarkítekt (www.hannastina.is) til að velja fyrir okkur þrjá fallega liti úr litaspjali Slippfélagsins og þetta eru litirnir sem hún valdi:

S2050-B30G
S4010-R50B
S2050-Y

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!

X