Loading

Portret mynd ársins

Við erum eitthvað að missa okkur yfir fallegum ljósmyndum þessa dagana og ráfuðum inn á heimasíðu Siena ljósmyndarasamtakana sem árlega halda keppnina SIPA. Yfir 50 þúsund ljósmyndir voru sendar inn og við mælum með að þið kíkið þangað inn til að dást að dýrðinni. Það sem vakti sérstaka aðdáun okkar var þessi mynd sem hér birtist en hún ber titilinn Móðir og sonur og sigraði í flokki Portret mynda ársins.

Ótrúlega einföld og áhrifamikil en eins og allir ljósmyndarar vita þá er einfaldleikinn oft erfiðastur í meðförum.

Myndin er tekin af kínverska ljósmyndaranum Jimning Lv og hér er linkur inn á heimasíðu keppninnar sem við mælum með að þið kíkið á.

X