Loading

ÓKEYPIS PÖSSUN TIL AÐ FORELDRAR GETI STUNDAÐ KYNLÍF

Hvernig hljómar tveggja tíma gæðastund á fimmtudagskvöldi? Barnið í pössun í leikskólanum og rómantísk stemning er alls ráðandi. Eða hvað? Nú hafa yfirvöld á Fjóni í Danmörku ákveðið að grípa til úrræða til að stemma stigum við fólksfækkun þar í landi. Nokkrir leikskólar hafa því tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á pössun í tvo tíma á fimmtudagskvöldum til að foreldrarnir geti farið heim og stundað kynlíf í friði. Hefur þessari nýbreytni verið vel tekið meðal foreldra en hvort hún muni skila árangri á enn eftir að koma í ljós.

Heimild: BBC

X