Loading

PRINSESSAN KOMIN MEÐ NAFN

Það var mikið um dýrðir í Danaveldi í dag þegar að nýjasta prinsessan var skírð. Hlaut hún nafnið Aþena Margrét Francoise María og samvkæmt dönskum fjölmiðlum kemur Maríu nafnið frá móður hennar og Francoise nafnið frá móðurömmu hennar.

María prinsessa er eiginkona Jóakims Danaprins, sem er yngri bróðir Friðriks krónprins. Er Marie önnur eiginkona hans en kómískt þykir að þeir bræður skuli báðir vera giftir dökkhærðum, erlendum og stórglæsilegum konum sem báðar heiti Marie – þó að eiginkona Fririks heiti reynar Mary.

En við óskum að sjálfsögðu nýju prinsessunni hjartanlega til hamingju með nafnið.

X