Loading

RÆÐIR OPINSKÁTT UM FÓSTURLÁT

Sjálf Beyonce sýnir einstaka hlið á sér í nýrri heimildarmynd um sjálfa sig sem sýnd verður á HBO sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Myndin heitir Life is but a dream og þar er söngkonunni fylgt eftir og áhorfendum gefninn kostur á að kynnast henni nánar.

Athygli hefur vakið að í myndinni tjáir hún sig í fyrsta skipti um fósturlát sem hún varð fyrir og þá óbærilegu sorg sem því hafi fylgt. Hafi hún verið nokkar vikur gengin og búin að fara í fyrstu skoðun og heyra hjartsláttinn sem hafi að hennar sögn verið sú fegursta tónlist sem hún hafi heyrt. Skömmu síðar hafi hún flogið til New York til að hitta lækninn sinn og þá hafi hjartslátturinn verið horfinn.

Beyonce eignaðist síðar dótturina Blue Ivy sem nú fagnar fljótlega eins árs afmæli sínu. Reikna má með að fósurlátið hafi átt sér stað fyrir tæpum þremur árum síðan. Beyonce talar um að þetta hafi verið skelfilegur tími og að hún hafi reynt að sökkva sér í tónlistarsköpun sína til að halda sönsum.

X