Loading

Raunverulegar hliðar móðurhlutverksins og brjóstagjafarinnar

Ljósmyndarinn og móðirin Leah DeVun opnaði á dögunum ljósmyndasýningu sem er sérlega áhugaverð fyrir þær sakir að viðfangið eru mæður og alls kyns aukahlutir sem aðstoða mæður en eru jafnan faldir sjónum.

Í viðtali við Huffington Poste segir DeVun:

„Fólk hefur misjafnar skoðanir á því hvað telst „vel heppnuð” fæðing og mér finnst áhugavert að skoða hvernig fólk upplifir líkama sína og hvers þeir eiga að vera megnugir. Mér fannst það virkilega áhugavert hvað við þurfum mikla aðstoð í þessu ferli og hvað okkur finnst það eðlilegt.”

Sýningin ber titilinn In the Age of Mechanical Reproduction – sem gæti útlagst sem Á öld tæknilegrar fjölgunar. Fékk hún til liðs við sig konur sem voru tilbúnar að sitja fyrir með alls kyns útbúnað sem þær nota við brjóstagjöfina. Markmiðið er að sýna tengslin milli tækninnar og þess „náttúrulega” og hversu óljós mörkin eru orðin á milli. Þó að þetta sé nánast staðalbúnaður þá kemur þetta samt skringilega fyrir sjónir.

„Tónninn í sýningunni endurspeglar kannski mína eigin upplifun af móðurhlutverkinu. Ég er ekki að segja að það feli í sér einhverskonar „uppgjöf” eða „vanmátt” gagnvart hinu náttúrulega ferli. Alls ekki en mörkin milli þess sem talist hefur „náttúrulegt” og ekki eru sífellt óljósari og mannslíkaminn er flókið fyrirbæri. Til dæmis tengslin milli þess náttúrulega og alls plastins sem við notum og hvernig áhrif það hefur á umhverfi okkar og hvað það er yfir höfuð að gera hlutina „náttúrulega.””

Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast hér.

X