Loading

RÉTTI HENDINA ÚT ÚR KVIÐNUM

Þessi ótrúlega mynd er eins raunveruleg og þær gerast. Á henni má sjá Nevaeh Atkins heilsa fæðingarlækninum sínum með virktum er hann tók á móti henni fyrir tíu vikum síðan.

Atvikið átti sér stað í miðjum keisaraskurði þegar að læknirinn var nýbúinn að opna legið. Þá rétti Nevaeh litla út hendina og tók um fingur læknisins sem lét foreldrana samstundis vita. Faðirinn var ekki lengi að smella af mynd. Móðirin, sem er ljósmyndari og rekur ljósmyndastúdíóið A Classic Pin-Up Photography setti myndina á Facebook síðu sína á jóladag og hefur hún síðan þá farið eins og eldur í sinu um netheima.

Myndin hefur skiljanlega vakið gríðarlega athygli enda ótrúlega falleg og mögnuð…

Hér að neðan má síðan sjá mynd af fjölskyldunni í viðtali við sjónvarpsstöð.

X