Loading

REYNA AÐ SLÁ HEIMSMET Í TAUBLEYJUSKIPTUM

Þann 20. apríl nk. verður reynt að slá Guinness heimsmetið í taubleiuskiptum. Alls staðar í heiminum hittast foreldrar og skipta á slaginu kl. 11 að staðartíma á börnum sínum.
Þetta er þriðja árið í röð, sem þessi atburður er haldinn, og í fyrra tóku 8.251 manns þátt. Núna ætlum við á Íslandi að vera með í fyrsta skiptið og hjálpa til að slá þetta met!
Allir foreldrar bleiubarna eru velkomnir að taka þátt, svo framarlega barnið er ekki stærri en einn metri á hæð. Bleian, sem kemur á bossann, verður að vera frá viðurkenndum aðila, þar með talið frá íslenskum saumakonum.
Enn eru pláss laus til þáttöku og nánari upplýsingar má finna hér: Litla Ljósið

Atburðurinn verður haldinn í Salaskóla í Kópavogi og taubleiumarkaður verður á sama stað eftir Guinness-eventinu frá kl. 12 – 16.

Með viðburðinum ætla íslenskir taubleiusalar að vekja athygli á því hversu skemmtilegar og einfaldar nútímataubleiur eru í notkun. Þær eiga ekkert lengur sameiginlegt með gömlu klútunum og bleiuplöstunum, sem ömmur og langömmur minnast með hryllingi. Litríkar, vatnsheldar bleiur með smellum eða frönskum rennilásum gera bleiuskiptin eins auðveld og einnota bleiurnar.
Taubleiur eru ekki einungis betri fyrir húð og heilsu barns, heldur líka miklu umhverfisvænni. Bleiubarn skilur eftir sér um það bil tvö tonn af einnota bleium, sem fylla upp landssvæði, en brotna auk þess mjög hægt niður – talið er að það taki 350-500 ár fyrir bréfbleiu að leysast upp.
Augljóst er að um gríðarlegt umhverfisvandamál er að ræða.

Sem betur fer er mikill áhugi hjá ungum foreldrum á því að kynna sér taubleiur sem raunhæfan valkost. Taubleiuspjallið og -torgið á Facebook bæta við sig nýjum meðlimum nánast á hverjum degi og eru yfir 900 aðilar skráðir í hvorn hóp fyrir sig í dag.
Það eru nítján lítil fyrirtæki hér á landi sem selja taubleiur, aðallega í gegnum vefsíður, en þar af sauma ellefu konur bleiurnar sjálfar.
Langflestir aðilar sjá sér fært um að taka þátt á markaðnum, svo að gestir hafa tækifæri að skoða með berum augum, þreyfa á efnum og bera saman alla fáanlega gerðir.

Heitur hádegismatur verður í boði, því að fyrirtækið Lifandi Markaður kemur með stóran súpupott á staðinn og gefur 20% afslátt á gómsætri, fjölskylduvænni súpu með brauði í tilefni Guinness heimsmetsins.
Unglingar í 10. bekk Salaskóla standa í fjáröflun fyrir útskriftarferðina sína og halda uppi kaffihúsi með kökum og hollu snarli fyrir gestina.

Næg bílastæði eru við Salalaugina og fyrir framan skólann, og þar sem markaðurinn verður allur á fyrstu hæð er gott aðgengi fyrir fólk með barnavagna.

Heidi Lupnaav saumar taubleiur og burðarsjöl, sem hún selur í vefversluninni sinni Káti Fíllinn (www.katifillinn.is), en hún skipuleggur markaðshald í tengslum við Guinness-atburðinn.
Elena Teuffer er eigandi vefverslunarinnar Litla Ljósið (www.litlaljosid.is), hefur staðið fyrir skipulagi taubleiumarkaða síðan árinu 2008 og sér um skipulag Guinness atburðar. Hún er stofnandi Stóra Barnavörumarkaðs, þar sem vefverslunum gefst kost á að sýna og selja vöruframboðið beint til neytenda. Áhersla hefur verið á vörum, sem tengist meðgöngu, brjóstagjafatímabili og börn frá fæðingu að þriggja ára.

Frekari upplýsingar veitir Elena Teuffer í gsm 824 4772.

X