Loading

SARKOZY: LÍKIR BRJÓSTAGJÖF VIÐ ÞRÆLAHALD

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, tókst heldur betur að æra samlanda sína með ummælum um eiginkonu sína og brjóstagjöf í fyrradag. Sarkozy, sem var í heimsókn á heilsugæslustöð í suðvestur Frakklandi, spjallaði við ungar mæður og tjáði þeim að eiginkonan sín, Carla Bruni ætti í mesta basli við að framleiða næga mjólk fyrir dóttur þeirra sem fæddist fyrir fjórum vikum síðan.

„Carla sér um að gefa barninu. Ég held að það sé miklu betri vörn gegn ofnæmi og sjúkdómum. En fyrir konur er þetta bæði gleði og hálfgert þrælahald. Á móti kemur að þetta leysir karlmenn undan þeirri kvöð að þurfa að vakna á nóttunni en ég viðurkenni að ég opna annað augað þegar litla vaknar – til að sýna samstöðu,”

sagði Sarkozy við ungu mæðurnar. Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð og þykja staðfesta að Sarkozy sé argasta karlrembusvín og að viðhorf sem þessi séu síst til að hvetja konur til að hafa börn sín á brjósti – hvað þá í lengri tíma.

X