Loading

Saumaði „bónorðskjól” á kærustuna

Margir leggja miklar pælingar í bónorðið en fullyrða má að Joel Lynch hafi tekið þetta alla leið þegar hann bað kærustunnar sinnar, Cöru Szymanski, á dögunum. Joel vissi af ást Cöru á Fríðu og dýrinu og sérstöku dálæti hennar á dansatriðinu sem á sér stað inn á bókasafninu.

Joel var staðráðinn í að sín heittelskaða fengið bónorð aldarinnar og því ákvað hann að hún yrði í gulum kjól eins og Bella og að hennar yrði beðið á bókasafni við undirleik Tale As Old As Time lagsins góða sem Angela Lansbury gerði ódauðlegt.

Honum fannst þó frekar glatað að panta kjólinn af netinu þannig að hann dró fram saumafélina, pantaði sér nokkra tugi af gulu satíni og hóf saumaskapinn. Hann segir að erfiðast hafi verið að ná réttum málum af Cöru en það hafi þó tekist vel því kjóllinn smellpassaði.

Síðan var stóri dagurinn planaður og fékk hann bókasafn bæjarins lánað og var það dekkað upp með kertaljósum og almennum huggulegheitum. Hann segist hafa átt von á því að erfitt yrði að gabba Cöru þangað en hún hafi tekið vel í erindi hans og sagst eiga þangað erind.

Þegar á bókasafnið varð henni fljótlega ljóst í hvað stefndi og segist hún hafa brostið í grát af gleði. Hún hafi klætt sig í kjólinn og síðan hafi allir draumar hennar ræst.

Hún sagðist jafnframt vera í skýunum með bónorðið og unnustann sem hún hlakki til að eyða lífinu með. Sjálfur segir Joel að hann hafi ekki hyggju að sauma á næstunni. Hann sé enn þreyttur eftir bónorðskjólinn.

Heimild: ABC

X