Loading

SEGIR MEÐGÖNGUNA ERFIÐA

Fjölmiðlar Vestanhafs hafa ómældan áhuga á meðgöngu Kim Kardashian og velta sér stöðugt upp úr því hverju hún klæðist og hvort hún hafi fitnað.

Kim á von á sínu fyrsta barni í júlí og hefur meðgangan gengið ágætlega. Hún segir hana þó erfiðari en hún hafi búist við. Bæði mamma hennar og systir hafi látið þetta líta út fyrir að vera ekkert mál en raunin sé önnur. Hún sé þreytt og þrútin og hafi nokkrum sinnum þurft að gubba. Hún neyðist því til að hægja á sér og taka sér þá hvíld sem hún þarf.

Sagðist hún hafa tekið sér vikufrí á dögunum þar sem hún naut þess að gera ekki neitt. Það hafi verið dásamlegt. Eins hafi hún löngun í undarlegustu hluti eins og grænmeti en súkkulaðifíkn hennar sé að öllu leiti horfin.

X