Loading

SEGIR SÍÐUSTU GLASAMEÐFERÐINA MISTÖK

Ein umdeildasta móðir heims, Nadia Suleman, greindi frá því í viðtali sem sýnt var á föstudaginn að síðasta glasameðferðin sem hún fór í hefði verið mistök.

Suleman, átti fyrir sex börn, þegar hún lét setja upp 12 fósturvísa. Úr varð að hún eignaðist áttbura og á því samanlagt fjórtán börn. Engum hefur dulst að það hefur verið þrautin þyngri fyrir Suleman að ná endum saman enda ekki hlaupið að því að vinna fulla vinnu og sjá fyrir svo mörgum börnum, sérstaklega ekki ein síns liðs.

Á dögunum sat hún fyrir á forsíðu breska karlablaðsins Cover en sú myndataka vakti mikla athygli.

Í viðtalinu sem birtist í þættinum Dateline sagði hún að hún hefði ekki verið með réttu ráði þegar hún tók þessa ákvörðun. Læknirinn sem kom fósturvísinum fyrir á sínum tíma var sviptur læknaleyfinu í kjölfarið enda stórhættulegt að koma svona mörgum fósturvísum fyrir.

Ljósmynd: Úr Dateline þættinum
Heimild: NYDailyNews

X