Loading

KONA FÆÐIR BARN Í SEGULÓMUNARTÆKI

Hópur vísindamanna við Charité spítalann í Berlín tókst að festa fæðingu barns á segulómmynd í því skyni að varpa skýrara ljósi á fæðingarferlið. Hópurinn sem samanstóð af fæðingarlæknum, röntgenlæknum og verkfræðingum byggðu sérstakt segulómunartæki sem rúmaði vel konu að fæða barn. Verkefnið var rúm tvö ár í undirbúningi.

Tækið skilaði einstökum myndum af líkama móðurinnar og ferðalagi barnsins niður fæðingarveginn. Fæðingin gekk vel og bæði móður og barni heilsast vel að sögn talsmanna sjúkrahússins.

Hin nýja vél mun gera vísindamönnum kleift að rannsaka nánar hreyfingar barnsins í fæðingu – eitthvað sem lengi hefur verið rannsakað og rökrætt um. Meðal þess sem vonast er til að rannsóknin leiði í ljós er af hverju um 15% fæðinga enda með keisaraskurði.

X