Loading

Seldi 15 þúsund kassa af smákökum

Hin 11 ára gamla Charlotte McCourt er væntanlega búin að slá eitthvað með í smákökusölu en hún seldi yfir 15 þúsund kassa af smákökum á dögunum. Orsakirnar má rekja beint til mikillar hreinskilni í umsögn hennar um kökurnar sem sló í gegn svo um munar.

Forsaga málsins er sú að McCourt hafði einungis selt nokkra kassa af kökum og hafði af því miklar áhyggjur. Faðir hennar, Sean, ráðlagði henni að senda póst á auðugan vin sinn og sannfæra hann um að kaupa af henni. Hún skrifaði því bréfið þar sem hún rakti ítarlega bragðgæði hverrar tegundar fyrir sig og dró ekkert undan.

Þar má meðal annars finna dóma á borð við:

Toffee-tastic eru bragðlaust, glútenfrítt einskismannsland. Í alvöru talað – þær eru eru jafn braglausar og mold.

Aðar tegundir sluppu þó betur en allur listinn þótti það fyndinn að sjálfur Mike Rowe (sem er einn fyndnasti maður í amerísku sjónvarpi) las bréfið upphátt í þættinum sínum sem heitir The Way I Heard It en faðir Charlotte vinnur einmitt við þann þátt.

Upplestur Rowe sló í gegn og salan á kökum Charlotte er að slá öll met.

Hver segir síðan að hreinskilni borgi sig ekki?

Sölusíða Charlotte McCourt.“>Sölusíða Charlotte.

X