Loading

SENDIR FORELDRUM STARFSMANNA BRÉF

Við formlega elskum Indru Nooyi, forstýru Pepsi Co – sem nb. er eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Hélt hún fyrirlestur í Hörpu í dag í tilefni af 100 ára afmæli Ölgerðarinnar og þar fjallaði hún meðal annars um mikilvægi þess að stórfyrirtæki hugsuðu til framtíðar í stað þess að einblína á skyndigróða og að hugsa á umhverfisvænan hátt.

Það sem vakti sérstaka athygli okkar voru ummæli hennar um foreldra og mikilvægi þeirra. Segist hún stunda það að senda foreldrum starfsmanna sinna bréf til að láta vita hversu vel þeim gangi í starfi. Foreldrar séu oftast síðastir til að frétta hvernig börnum þeirra gangi – í vinnu og í námi og því vilji hún breyta. Hún segist hafa áttað sig á því hversu mikilvægt það er fyrir foreldra að fá viðurkenningu á því hvernig börnin þeirra væru að standa sig. Oftar en ekki fengju þau litlar upplýsingar en eitt lítið bréf gerði oft á tíðum mikið fyrir foreldrana og skilaði sér til starfsfólksins enda segja flestir að mestu áhrifavaldar í lífi þeirra séu foreldrarnir.

Indra tók jafnframt dæmi um starfsmann sem hún vildi ólm fá í vinnu. Brá hún á það ráð að hringja í móður viðkomandi og ræða málin við hana. Skömmu síðar tók starfsmaðurinn tilboðinu.

X