Loading

SÉRHÆFÐ MARKÞJÁLFUN VEGNA MEÐGÖNGU

Hildur Jakobína Gísladóttir býður upp á „coaching“ eða markþjálfun fyrir konur sem hafa upplifað missi á meðgöngu, erfiða fæðingasögu eða eru að ganga í gegnum áhættumeðgöngu. Hún hefur sjálf gengið í gegnum að missa fóstur um 12 viku og síðar gengið í gegnum fæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Hún stofnaði samtökin litlir englar fyrir tæpum 10 árum og er að gefa út bók sem hún þýddi um missi og sorgina sem skrifuð er bæði fyrir foreldra og fagfólk. Hildur hefur lokið BA námi í sálfræði og MBA gráðu frá HR auk þess sem hún hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (Executive Coaching) frá opna Háskólanum í HR og Coach University sem veitir réttindi til alþjóðlegrar vottunar ICF, International Coach Federation.

Um markþjálfun:

Markþjálfun miðar að því að virkja getu og laða það besta fram í einstaklingnum. Hún byggist á faglegri nálgun, trúnaði og stuðningi við markmið einstaklingsins.

Markþjálfun er byggð á virkri hlustun, eftirtekt, skilningi og hvatningu og endurgjöf. Þannig finnur einstaklingurinn sjálfur sín svör eða lausnir. Markþjálfinn trúir á eiginleika hvers og eins og hvetur hann áfram.

Þetta eru nokkrir þættir sem hægt er að skoða:

* Ertu hrædd við fæðinguna?
* Á það að vera heimafæðing eða spítalafæðing?
* Á ég að vera með barnið á brjósti eða ekki?
* Er erfitt að taka ákvörðun um að eignast annað barn vegna erfiðrar fæðingarsögu?
* Ertu hrædd við að fara af stað aftur eftir missi?
* Ertu að fara í gegnum áhættumeðgöngu?
* Þarftu að taka ákvörðun um að láta binda enda á meðgöngu vegna fæðingargalla barns þíns?

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í gegnum netfangið hildur@medganga.is eða í síma 868-8691.

Tímarnir fara fram eftir aðstæðum hvers og eins, í gegnum síma, Skype eða með viðtölum.

X