Loading

Setti börnum sínum fimm reglur eftir að faðir þeirra dó

Sheryl Sandberg er ein valdamesta kona heims og starfar sem forstjóri Facebook. Hún er öflugur talsmaður kvenna og þess að konur stígi fram og láti til sín taka. Hún er líka tveggja barna móðir og ekkja.

Eiginmaður hennar lést óvænt fyrir tveimur árum síðan og í grein sem hún skrifaði fyrir New York Times tjáði hún sig um missinn og hvernig hún og börnin hafa tekist á við hann.
Hún sagðist hafa sett fimm reglur. Dag einn hafi hún sest niður með börnunum sínum vopnuð kartoni og tússpennum. Þau hafi þar sett fimm reglur niður á blað sem þau fari eftir í einu og öllu. Reglurnar séu til þess að kenna þeim að það sé í lagi að upplifa allar þær tilfinningar sem þau eru að upplifa og mikilvægi þess að ræða þær.
Reglurnar eru einfaldar en þó áhrifamiklar:

  1. Það er í lagi að vera sorgmædd/ur og taka pásu til að gráta.
  2. Það er í lagi að vera glaður og hlægja.
  3. Það er í lagi að vera reiður og afbrýðisamur út í vini og frændur sem eiga ennþá pabba.
  4. Það er í lagi að segjast ekki vilja tala um það núna.
  5. Það er í lagi að biðja um hjálp.

Sandberg segir einnig frá því hvernig hún hefur viðhaldið hefðum sem hún og eiginmaður hennar komu á. Eins og kvöldverðurinn sem sé ákaflega mikilvægur. Þá þurfa allir að segja frá því besta sem gerðist yfir daginn og því versta. Það þjappi fjölskyldunni saman og skapi dýrmæta samverustund mitt í öllu annríkinu.


Sheryl ásamt börnum sínum.


Sheryl ásamt eiginmanni sínum sem lést fyrir tveimur árum síðan.

X